Monday, April 30, 2018

Icelandic Translation of When I Married Halldór Laxness by Agnes Walsh, translation by Adalsteinn Ingolfsson

Back in October, 2006 Rattling Books ran a Translation Contest in Iceland. We invited translations of the poem When I Married Halldór Laxness by Newfoundland writer Agnes Walsh. The winning entry, selected by Ingibjörg Haraldsdóttir, was a translation by Adalsteinn Ingolfsson. On this last day of Poetry Month 2007 we are delighted to share it with you here.


ÞEGAR ÉG GIFTIST HALLDÓRI LAXNESS, LJÓÐ EFTIR AGNESI WALSH

Þegar ég giftist Halldóri Laxness (tileinkað Sam B.)

Ég horfði á froðuna skreppa saman og gulan mjöðinn mæta henni til hálfs. Ég hallaði glasinu, það valt um og vökvinn rann yfir ellistirt hné hans. Ég leit undan en baðst ekki forláts. Með fallegum beinaberum fingrum buskaði hann frá sér froðunni í aðskiljanlegum ögnum, sem væri hún kusk séð um síðir fyrir einskæra tilviljun.

Nú veltur ákvörðunin á þér.

Hann neri miðinum inn í buxnaskálmina. Ég varpaði öndinni. Báðir valkostir voru banvænir.

Ætlarðu að dandalast í þessu landi ljósvakans til eilífðarnóns?

Já.

Jafnvel þótt ég hengdi þig upp á hárinu?
Jafnvel þótt ég hellti upp í þig sjóðheitu vatni?
Jafnvel þótt ég gerði þér indjánatjald úr birkihríslum?


Sjáðu mig.

Nei.
Hann lét sig hverfa.

Kvöldið eftir hringdi síminn.
Ég skal hitta þig á mótum Jökulbrúnar og Kompáss. Ég verð að geta treyst á þig.
Ég verð þarna í þrjú kvöld í röð.


Þrjú kvöld í röð var ég á stanslausum en árangurslausum þeytingi milli staða.

Föstudagskvöldið hringdi dyrabjallan. Hann rétti mér tvær bækur eftir Aksel Sandemose. Ég lagði fingur mína á hlý fingraför hans á efri bókinni og lokaði hurðinni. Ég las og beið.

(Í flóðbylgju gekk kona glugga á milli með kerti í hendi meðan hús hennar barst út á flóann. Henni var bjargað í St. Lawrence.)

Þegar þú ert reiðubúin, ef þú verður það nokkurn tímann, skaltu kveikja á eigin kerti.

Tveimur árum síðar hélt ég skjálfandi hendi á eldspýtunni. Hár hans hafði gránað við kollvikin og hann stakk feimnislega við fæti.


To read the original English text of When I Married Halldór Laxness click here.

To hear Agnes Walsh reading the poem in the original English you can purchase a download of In the Old Country of My Heart by Agnes Walsh from Rattling Books online or get the CD from Freds Records.