Rattling Books Author Agnes Walsh and Narrator Anita Best recently performed in Iceland. Rattling Books ran a Translation Contest for Icelanders to translate a poem by Walsh into Icelandic. We will post the winning translation separately in a future blog. Here is a page about this story on the Iceland Writer's Union website. Of course we have no idea what it is saying. Do you?
Úrslit kynnt í þýðingarsamkeppni Rattling Books frá Nýfundnalandi:
Þýðing Aðalsteins
þótti öðrum betri
Aðalsteini Ingólfssyni voru á laugardaginn afhent verðlaun í þýðingarsamkeppni Rattling Books frá Nýfundnalandi. Þýðing hans á ljóði Agnesar Walsh, The Day I Married Halldor Laxness, þótti öðrum innsendum þýðingum betri. Rithöfundasamband Íslands annaðist framkvæmd samkeppninnar og dómari var Ingibjörg Haraldsdóttir.
Það var Agnes Walsh sjálf sem afhenti Aðalsteini sigurlaunin, iPod spilara (spilastokk), að Gljúfrasteini. Við það tækifæri las Agnes upp nokkur ljóða sinna jafnframt því sem Aðalsteinn las eigin þýðingu á ljóði skjáldsins.
Þýðingarsamkeppnin var haldin í tengslum við komu fjölmennrar viðskiptasendinefndar frá Nýfundnalandi til Íslands í síðustu viku. Á meðal gesta í sendinefndinni voru fulltrúar frá Rattling Books. Þetta er lítið útgáfufyrirtæki á Nýfundnalandi sem hefur m.a. sérhæft sig í útgáfu hljóðbóka. Agnes Walsh er kunnur höfundur á heimaslóðum og hefur frá barnæsku haft dálæti á verkum Halldórs Laxness.
Heimsókn viðskiptasendinefndarinnar var skipulögð af viðskipta- og fjárfestingadeild Innovation, Trade and Rural Development (INTRD) stofnunarinnar á Nýfundnalandi í samvinnu við Newfoundland and Labrador Organisation of Women Entrepreneurs (NLOWE). KOM almannatengsl höfðu milligöngu um útfærslu heimsóknarinnar í samvinnu við kanadíska sendiráðið á Íslandi.